Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fjarkennt námskeið fyrir fólk í fullorðinsfræðslu

Hróbjartur Árnason
Hróbjartur Árnason

Í mars býður Fræðslusetrið Starfsmennt í Reykjavík upp á námskeið sem kallast Árangursrík kennsla og er ætlað þeim sem koma að fræðslu fullorðinna og símenntun, einkum þeim sem kenna af og til á námskeiðum á vinnustað sínum og/eða fyrir símenntunarstöðvar. Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur óskað eftir að námskeiðið verði fjarkennt og ætlar Starfsmennt að verða við því.

Á þessu námskeiði er farið yfir hvernig hægt er að mæta þörfum fullorðinna námsmanna og hvernig best er að skipuleggja og halda námskeið fyrir fullorðna. Þátttakendur kynnast kenningum um nám og lærdóm fullorðinna. Byggt á þessum kenningum læra þeir aðferðir til að skipuleggja nám og takast á við upphaf og endi námsskeiðs eða námshluta.Þátttakendur læra nokkrar hagnýtar aðferðir til að virkja nemendur á námskeiðum sínum, með það fyrir augum að auka árangur þeirra.

Kennt er með stuttum fyrirlestrum, almennum umræðum, einstaklingsvinnu og hópvinnu ásamt stuðningi og samvinnu á netinu á milli funda.

Kennt verður miðvikudagana 4., 11., 18. mars og 1. apríl frá kl. 15-18. Umsjón með námskeiðinu hefur Hróbjartur Árnason, lektor í kennslufræði fullorðinna við Háskóla Íslands.

Námskeiðið kostar 25.000 kr. en er án endurgjalds fyrir félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar.

Vegna uppfærslu á vef Starfsmenntar liggur skráningarsíða þeirra niðri. Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í námskeiðinu í fjarkennslu er því bent á að hafa samband við Sigurborgu hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, s. 892 1623 eða með tölvupósti sigurborg@frmst.is og skrá sig þar.

Fræðslumiðstöðin hvetur þá sem koma að kennslu fullorðinna að nýta sér þetta tækifæri til endurmenntunar.

Deila