Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fjárnám á Háskólabrú

4.12.2012
image
Keilir ? miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs á Suðurnesjum auglýsir nú fjarnám til undirbúnings að háskólanámi. Kallast námið Háskólabrú og hefst í janúar 2013. Sem undirbúningur að háskólanámi jafngildi Háskólabrúin stúdentsprófi. Námið tekur tvær til þrjár annir eftir því hvaða greinar viðkomandi er að undirbúa sig fyrir. Þriðja önnin er sumarönn og líkur henni um miðjan júlí. Öllum námsbrautum á Háskólabrú líkur því á einu ári.

Inntökuskilyrði á Háskólabrú er að viðkomandi hafi lokið 70 eininga námi í framhaldsskóla, eða sambærilegu. Símenntunarmiðstöðvarnar, þar með talin Fræðslumiðstöð Vestfjarða, bjóða upp á undirbúningsnám fyrir Háskólabrúna með svokölluðum Menntastoðum.

Nám á Háskólabrú er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.

Háskólabrúin hefur útskrifað yfir 700 nemendur síðan skólinn var stofnaður 2007 og lang flestir þeirra sem hafa útskrifast hafa haldið áfram í háskólanám. Margir hverjir hafa komið í Háskólabrú eftir langa fjarveru frá námi eða sem brottfallsnemendur, meðal annars í gegnum símenntunarmiðstöðvarnar.

Skráning er á vef Keilis.

Þar er einnig að finna nánari upplýsingar svo sem á vefslóðunum Háskólabrú fjarnám og Ný tækifæri til náms.

Nánari upplýsingar gefur svo Soffía Waag Árnadóttir forstöðumaður Háskólabrúar í síma 578 4020.
Deila