Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fjölbreytt námskeið í október

Vetrarstarfið hjá Fræðslumiðstöðinni er að komast á skrið og fyrstu námskeiðin að hefjast. Í október er boðið upp á fjölmörg spennandi námskeið en auglýsing um þau hefur verið dreift í öll hús á norðanverðum Vestfjörðum.

Nokkrar lengri námsleiðir fara af stað, Skrifstofuskóli verður bæði á Ísafirði og Þingeyri, Grunnmenntaskóli á Ísafirði og Fiskeldisnám.

Af tungumálum er boðið upp á ensku, spænsku og íslensku í október.

Önnur námskeið sem búið er að dagsetja í október eru ullarþæfing, námstækni, sumarhúsalóðir, listaverk úr mannshári, förðun, matur frá Perú, námsaðstoð, fyrirlestur um menningararfinn, sápugerð og arfur kynslóðanna. Það ættu því flestir að geta fundið sér eitthvað við hæfi.

Þessu til viðbótar eru fjölmörg önnur námskeið í boði hjá Fræðslumiðstöðinni, sum hafa þegar verið dagsett en önnur eru enn ótímasett en fara af stað þegar næg þátttaka fæst.

Rétt er að minna á að fræðslusjóðir stéttarfélaga endurgreiða félagsmönnum sínum oft hluta af námskeiðsgjöldum og auðvelda þannig þátttöku í námskeiðum. Fólk er eindregið hvatt til að kanna rétt sinn.
Deila