Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fluguhnýtingar á Patreksfirði

26. mars 2013


Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður nú í fyrsta skipti upp á námskeið í fluguhnýtingum og verður það haldið á Patreksfirði helgina 6.-7. apríl. Þetta er upplagt tækifæri fyrir veiðimenn sem hafa áhuga á að hnýta sínar eigin flugur en skortir til þess þekkinguna.

Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði fluguhnýtinga. Byrjað verður á því að fara yfir verkfæri og áhöld, nemendum kennt að búa til gárutúbur (hitch), farið verður í einfaldar laxaflugur og verður það ákveðið síðar hvað verður tekið. Einnig verður farið í silungaflugur og UV efnið frá LOON´s verður kynnt.

Kennari á námskeiðinu er Sigurður Héðinn, einn besti hnýtari landsins. Námskeiðið stendur frá kl. 9:00 til 17:00 laugardaginn 6. apríl (hugsanlega lengur ef þurfa þykir) og 10:00 til 17:00 sunnudaginn 7. apríl.

Námskeiðsgjaldið er 20.000 kr. og er innifalið í því bókin Nokkrar fengsælar laxaflugur, hráefni og önglar eins og þurfa þykir. Stangveiðifélag Patreksfjarðar greiðir 25% af námskeiðsgjaldi fyrir félagsmenn sína.

Mikilvægt er að þátttakendur komi með sín áhöld væs, keflahöldur, skæri og annað sem þeir nota við sínar hnýtingar. Hinsvegar getur Sigurður Héðinn komið með eitthvað af tækjum og tólum og er þeim sem vantar eitthvað af slíku beðin um að hafa samband við hann í síma 863-0801 eða {encode="siggi@haugur.is" title="siggi@haugur.is"}

Þátttakendur og áhugasamir geta einnig sér til skemmtunar farið inná heimasíðuna haugur.is og séð hvað verið er að gera þar.

Frestur til að skrá sig á námskeiðið er til 1. apríl. Lágmarksfjöldi þátttakenda eru 10 manns.

image
Deila