Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fræðslumiðstöðin hefur starfsemi á nýja árinu

imageFræðslumiðstöð Vestfjarða er nú að hefja starfsemi sina á nýja árinu. Ákveðið hefur verið að byrja fyrr en undanfarin ár. Grunnmenntaskólinn, bæði á Ísafirði og Hólmavík, ríður á vaðið og hefst nú í þessari viku. Í næstu viku fara svo tungumálin og tölvurnar af stað og síðan önnur námskeið, eitt af öðru.
Á Ströndum hafa, auk Grunnmenntaskólans, verið auglýst þjónustunámskeið og jóga, á Reykhólum verður byrjað með vélgæslunámi, á Suðursvæðinu eru að hefjast endurmenntunarnámskeið hjá Tálknafjarðarhreppi og á Norðursvæðinu hafa m.a. verið auglýst námskeið í ensku, spænsku og tölvum.
Deila