Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fyrirlestraraðir

10.11.2012

Í næstu vika verða tvö erindi í fyrirlestraröðum á vegum Fræðslumiðstöðvarinnar og samstarfsaðila.
Miðvikudagskvöldið 14. nóvember segir Hjörleifur Valsson fiðluleikari frá fiðlunni og öðrum strokhljóðfærum. Fimmtudaginn 15. nóvember fjallar Ari Klængur Jónsson um spurninguna hvort Íslenskan sé lykillinn að samfélaginu.

imageFyrirlestur Hjörleifs er hluti af fyrirlestraröðinni Tónlistin frá ýmsum hliðum. Fyrirlesturinn verður í Rögnvaldarsal á 2. hæð í Edinborgarhúsinu.

Í erindi ætlar Hjörleifur að tvinna ég saman orð og tóna og fræða viðstadda um fiðluna og strokhljóðfærafjölskylduna. Hann mun ræða um uppruni hljóðfæranna, sögu þeirra og þróun og ekki minnst goðsagnirnar um fiðluna. Ennfremur helstu áhrifavalda meðal fiðlusmiða og fiðluleikara, samvinna þessa tveggja og staða fiðlunnar í dag.

Fyrirlesturinn verður kl. 20 ? 22.
Aðgangseyrir er 1.500 kr., en 1.000 kr. fyrir námsfólk og ellilífeyrisþega.
Ekki er þörf á að skrá sig fyrirfram.

Fyrirlestarnir í Tónlist frá ýmsum hliðum eru samstarfsverkefni Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og haldnir í notalegu og afslöppuðu umhverfi, við kaffi og kertaljós.

imageErindi Ara Klængs er í fyrirlestraröð um Menningarfjölbreytni, sem Rætur ? félags áhugafólks um menningarfjölbreytni og Fræðslumiðstöð Vestfjarða gangast fyrir og verða kl. 17 ? 18 þriðja fimmtudag hvers mánaðar í vetur. Þó ekki í desember.

Í erindi sínu ætlar Ari Klængur að velta þeirri spurningu fyrir sér hvert íslenskan sé lykillinn að íslensku samfélagi.

Erindið verður hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að Suðurgötu 12, kl. 17 ? 18.
Þátttökugjald er eittþúsund krónur.
Ekki er þörf á að skrá sig fyrirfram.

Erindið verður sent út í fjarfundabúnaði til Hólmavíkur og Patreksfjarðar verði þátttakendur þar. Æskilegt er að þeir sem vildu nýta sér það á Hólmavík eða Patreksfirði láti Fræðslumiðstöðina vita um það fyrirfram, til að búnaðir verði klárir áður en erindið hefst.
Látið vita á netfangið frmst@frmst.is eða í sími 456 5025.
Deila