Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fyrstu helgarlotu í svæðisleiðsögn lokið

Um síðustu helgi var fyrsta helgarlotan í svæðisleiðsögunámi fyrir Vestfirði og Dali. Helgin gekk vel, þrátt fyrir að veður setti nokkuð strik í reikninginn og hamlaði nokkrum þátttakendum að komast til Ísafjarðar, þar sem þessi fyrsta helgarlota fór fram. Efni þessarar fyrstu helgarlotu var svæðalýsing fyrir útdjúp, í umsjón Sólrúnar Geirsdóttur, fuglar í umsjón Böðvars Þórissonar og jarðfræði í umsjón Jón Reynis Sigurvinssonar. Kristín Sigurrós Einarsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöðinni hefur yfirumsjón með náminu se skiptist í níu helgarlotur, alls 180 stundir og 53 stundir í fjarnámi á netinu. Þátttakendur eru 37 og koma víðsvegar að af Vestfjörðum, úr Dölum og af höfuðborgarsvæðinu auk þess sem einn þátttakandi er búsettur í Þýskalandi. Næsta helgarlota fer fram í Bjarnarfirði á Ströndum helgina eftir páska.
Deila