Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fyrstu námskeið haustsins

Nú eru vetrarstarfið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að fara af stað. Eins og alltaf leggjum við áherslu á að bjóða upp á íslenskunámskeið enda er kunnátta í íslensku lykil atriði fyrir þá erlendu íbúa sem vilja vera þátttakendur í samfélaginu. Nú í september er boðið upp á fjögur mismunandi íslenskunámskeið.

Nú í byrjun september er einnig að fara af stað smáskipanám og vélgæslunámskeið sem bæði geta gefið ákveðin atvinnuréttindi.

Lífið má vera skemmtilegt er nýtt námskeið sem fyrirhugað er eftir miðjan september. Þar er áhersla á sjálfsstyrkingu og gleði, nokkuð sem ekki er vanþörf á nú á tímum þegar kulnun er mjög ofarlega á baugi. 

Loks má nefna námskeið um sálræn áföll sem sérstaklega er ætlað heilbrigðisstarfsfólki, starfsfólki í skólum, viðbragðsaðilum og starfsfólki í dómskerfinu sem haldið verður undir lok september.

Þetta er það sem er komið á dagskrá í september en að sjálfsögðu er margt fleira í boði nú í haust. Við hjá Fræðslumiðstöðinni hvetjum fólk  til að kynna sér framboðið og sjá hvort það finnur ekki eitthvað áhugavert hvort sem það er til að eflast í daglegu lífi eða starfi.

Deila