Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Geðheilbrigði frá mörgum sjónarhornum – nýtt námskeið

Guðlaug M. Júlíusdóttir.
Guðlaug M. Júlíusdóttir.

Umræða um geðheilbrigði og mikilvægi þess hefur aukist á síðustu misserum og málefnið ekki lengur eins mikið feimnismál og áður var.  Fræðslumiðstöð Vestfjarða vill leggja sitt lóð á vogarskálarnar í þessu efni og fékk Guðlaugu M. Júlíusdóttur, sérfræðing í félagsráðgjöf á heilbrigðissviði til þess að setja upp námskeið á þessu sviði.

Geðheilbrigði frá mörgum sjónarhornum er nýtt námskeið sem fyrirhugað er að hefjist fimmtudaginn 28. janúar n.k. Námskeið ætlað öllum sem vilja vita hvaða þættir hafa áhrif á geðheilsuna okkar. Þar verður meðal annars fjallað um geðheilsu út frá líkamlegum og félagslegum þáttum en einnig út frá lífskeiðum manneskjunnar, meðgöngu/fæðingu, bernsku, unglingsárum, fullorðinsárum og efri árum. Þá verða geðsjúkdómarnir skoðaðir út frá lífskeiðum, hvaða sjúkdómar er algengast að komi upp á hvaða aldri, hvaða geðrænu erfiðleika er hægt að rekja til taugafræðilegra þátta, erfðaþátta og félagslegra þátta. Hvað þarf að vita til að rækta góða geðheilsu og viðhalda henni. Markmið námskeiðsins er að skilningur þátttakenda aukist á geðheilbrigði í sinni víðustu mynd.

Námskeiðið verður kennt hjá Fræðslumiðstöðinni, Suðurgötu 12, Ísafirði á fimmtudögum kl. 18-20:40 í fjögur skipti alls. Þátttökugjald eru 19.900 kr. Vakin er athygli á því að oft á tíðum er hægt að sækja um endurgreiðslu hluta þátttökugjalda í endurmenntunarsjóði stéttarfélaga.

Deila