Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Góðar gjafir

Sigurrós Júlíusdóttir og Smári Haraldsson
Sigurrós Júlíusdóttir og Smári Haraldsson

Sigurrós Júlíusdóttir kom færandi hendi í Fræðslumiðstöðina í morgun og afhenti miðstöðinni bókagjöf.

Annars vegar var það íslensk orðabók í vandaðri tveggja binda útgáfu bókaútgáfunnar Eddu og hins vegar stór og vönduð kortabók, Jörðin í öllu sínu veldi, sem Mál og menning gaf út.

Við hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða erum afskaplega glöð með þessar gjafir og ekki síður þakklát fyrir þann hlýhug sem þær sýna til miðstöðvarinnar. Það er okkar mjög mikilvægt að vita um velvilja fólksins á Vestfjörðum og finna að það stendur við bakið á okkur.

Á meðfylgjandi mynd er forstöðumaður að veita gjöfinni viðtöku.

Deila