Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Good morning, buongiorno, bonjour ...

Að læra nýtt tungumál getur verið krefjandi, skemmtilegt, gagnlegt og gefandi. Fræðslumiðstöðin er nú að auglýsa þrjú tungumálanámskeið fyrir byrjendur eða fólk með litla kunnáttu, það er námskeið í ensku, ítölsku og frönsku.

Íslendingar hafa almennt þá trú að þeir séu bara nokkuð færir í ensku. Þetta viðhorf á örugglega við einhver rök að styðjast en þó er töluvert af fólki sem notar ensku mjög lítið, hefur kannski lært hana í grunnskóla á sínum tíma og síðan ekki söguna meir.  Nú er tækifæri fyrir þetta fólk að dusta rykið af enskukunnáttunni því fyrirhugað er að hefja námskeið fyrir byrjendur í ensku eða þá sem hafa litla kunnáttu í málinu þriðjudaginn 1. apríl. Nánari upplýsingar og skráning með því að smella hér.

Mörgum finnst ítalska með mest heillandi tungumálum og það þarf ekki að vera lengi innan um Ítali til þess að málið fari að hljóma í höfðinu á manni – án þess að maður skilji nokkuð einasta orð. En það er hægt að fá smá skilning því Fræðslumiðstöðin hefur nú auglýst námskeið í ítölsku fyrir byrjendur. Námskeiðið er ódagsett en fer af stað um leið og næg þátttaka fæst – og hún er alveg að nást. Nánari upplýsingar og skráning hér.

Það er langt síðan Fræðslumiðstöðin hefur haldið frönskunámskeið en nú er eitt slíkt fyrirhugað og hefst það 1. apríl ef næg þátttaka fæst. Nánari upplýsingar og skráning hér.

Þess má svo geta að nú er í gangi námskeið í pólsku fyrir byrjendur auk námskeiðs í íslensku fyrir útlendinga þannig að ekki vantar framboðið á tungumálunum. 

Deila