Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Grænn apríl hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða - Námskeið í jarðgerð og sorpflokkun

Helgina 13. og 14. apríl stendur Fræðslumiðstöð Vestfjarða fyrir tveimur námskeiðum í jarðgerð og sorpflokkun. Fyrra námskeiðið verður á Ísafirði laugardaginn 13. apríl í samvinnu við sveitarfélögin á norðanverðum Vestfjörðum og seinna námskeiðið verður á Patreksfirði sunnudaginn 14. apríl í samvinnu við Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp. Námskeiðin eru hugsuð til þess að efla íbúa í þeirri sorpflokkun sem sveitarfélögin hafa verið að innleiða síðustu misseri.

Í sorpi eru fólgin verðmæti sem mikilvægt er endurnýta. Með því að flokka og nýta lífrænan úrgang má segja að allir græði; einstaklingurinn fær í hendurnar kraftmikla moltu sem er úrvals hráefni í ræktun, sveitafélögin geta minnkað sorpmagn sem þarf að farga og síðast en ekki síst nýtur móðir jörð afrakstursins. Námskeiði hentar öllum, vönum ræktendum jafnt sem byrjendum.

Á námskeiðunum verður stuttlega fjallað um sorpflokkun almennt en megin áherslan lögð á flokkun og nýtingu lífræns úrgangs með jarðgerð/safnhaugagerð. Farið verður í undirstöðuatriði jarðgerðar, fjallað um hvaða hráefni er hægt að nýta og æskileg blöndunarhlutföll þeirra. Farið verður yfir meðhöndlun og umhirðu safnhaugsins með tilliti til þess hvernig ná megi jöfnu og góðu niðurbroti. Hringrásaferli næringarefna og orku verða skoðuð. Lokaafurð jarðgerðar er kjörinn áburður til notkunar í heimilisgarðinn, landgræðslu eða skógrækta. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á endurnýtingu lífrænna afurða sem til falla á heimilum og görðum.

Kennari á námskeiðinu er Gunnþór K. Guðfinnsson garðyrkjufræðingur.

Þar sem námskeiðin eru haldin í samstarfi við sveitafélögin er verðinu haldið í lámarki á norðanverðum Vestfjörðum og Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur bjóða sínum íbúum frítt á námskeiðið.

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið annað hvort á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar http://www.frmst.is eða í síma 456-5025.

image
Deila