Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Grunnmenntaskólinn að byrja - enn er hægt að skrá sig

Ákveðið hefur verið að fara af stað með Grunnmenntaskólann hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði. Haldinn var kynningarfundur þriðjudaginn 5. mars s.l. og þar mættu nægilega margir til þess að hægt sé að hefja námið. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum kl. 17-19:50 og er fyrsti kennsludagurinn mánudaginn 9. mars.

Grunnmenntaskólinn hefur áður verið kenndur á Ísafirði en nokkur ár eru síðan. Einnig hefur hann verði kenndur á Hólmavík, Patreksfirði og Þingeyri.

Grunnmenntaskólinn er 300 kennslustunda nám ætlað fólki sem komið er yfir tvítugt og hefur litla formlega menntun. Einnig er námið hentugt þeim sem ekki hafa verið í skóla lengi en vilja komast af stað í námi.  Enda hefur reynslan verið sú að Grunnmenntaskólinn hefur orðið mörgum hvatning til áframhaldandi náms.

Námið skiptist á þrjár annir og er gert ráð fyrir að því ljúki að vori 2016. Í Grunnmenntaskólanum er kennd íslenska, stærðfræði, enska, námstækni, sjálfsstyrking, tölvu- og upplýsingatækni og þjónusta. Á þessari önn verður byrjað á námstækni og sjálfsstyrkingu en síðan verður áherslan á íslensku og tölvur. Það er mögulegt að taka staka námsþætti ef einhverjir vilja, t.d. ef fólk hefur áður lokið einhverjum hluta þess sem tekið er fyrir í náminu en vill bæta við sig þeim námsþáttum sem eftir eru.

Grunnmenntaskólinn er kenndur samkvæmt námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og eins og annað slíkt nám styrkt af Fræðslusjóði. Kostnaður þátttakenda er því samtals 58.000 kr. sem skiptist niður á þrjár annir.

Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta Grunnmenntaskólann til styttingar á námi í framhaldsskóla til allt að 24 einingum. Það er þó alfarið í höndum hvers framhaldsskóla hvort og hversu mikið fæst metið.

Ef einhverjir áhugasamir hafa ekki nú þegar skráð sig er enn hægt að bætast við. Best er að hafa samband við umsjónarmann námsins hjá Fræðslumiðstöðinni, Þuríði Sigurðardóttur í síma 456 5077 eða með tölvupósti thuridur@frmst.is

Deila