Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Grunnnám fyrir skólaliða á Hólmavík og Reykhólum

1 af 3

Fræðslumiðstöð Vestfjarða útskrifaði 10 konur frá Hólmavík og Reykhólum úr Grunnnámi fyrir skólalilða fimmtudaginn 27. nóvember. Námið sem er 70 kennslustundir er einkum ætlað þeim sem hafa umsjón með grunnskólabörnum og ræstingum á skólahúsnæði ásam öðrum verkefnum. Námið getur einnig nýst stuðningsfulltrúum. Námið var samstarfsverkefni Grunnskólanna á Reykhólum og Hólmavík og kennt á stöðunum til skiptis. Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri á Hólmavík og fyrrum starfsmaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, hafði umsjón með náminu.

Alls útskifuðust sex konur frá Hólmavík og fjórar frá Reykólum. Konurnar sem útskrifuðust að þessu sinni voru að vonum ánægðar með námið og höfðu orð á því hversu gott fyrirkomulagið var á námskeiðinu. Þær sögðu að með því að kenna til skiptis á Reykhólum og Hólmavík hefðu þær kynnst öðru skólastarfi og ekki síst styrkt samband skólana. Allir kennarar námskeiðisins voru af svæðinu og er mikið ánægja með það að nýta þá þekkingu sem er til staðar. Hrafnhildur skólastjóri Grunnskólans sagði að myndast hefði þéttur hópur sem hafði nú þegar ákveðið að halda sambandi og samstarfið hefði sýnt það hversu mikilvægt er að vera í samvinnu við nágrannasveitarfélög.

Fréttir af náminu hafa birst á vefjunum reykhólar.is og bb.is

Meðfylgjandi myndir eru frá útskriftinni.

Deila