Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Hafið, fjaran og fólkið

9. maí 2012
imageimage
Laugardaginn 19. maí n.k. verður málþing um strandmenningu, með sérstakri áherslu á Vestfirði. Að málþinginu standa Íslenska vitafélagið ? félag um íslenska strandmenningu, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og evrópska samráðsverkefnið Fishernet eða Trossan, auk Byggðasafns Vestfjarða og Háskólaseturs Vestfjarða.
Yfirskrift málþingsins er

Hafið, fjaran og fólkið ? menningararfleið, tækifæri og ógnir sjávarbyggða.Dagskrá málþingsins:
13:30-14:00 Auður við íslenska strönd.
Kynning á Íslenska vitafélaginu - félagi um íslenska strandmenningu og verkefninu Fishernet.
Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Íslenska vitafélagsins og verkefnastjóri, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar.

14:00-14:30 Strand- og neðansjávarminjar við Vestfirði.
Ragnar Edvardsson, Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum.

14:30-15:00 Ævintýralandið ? ströndin.
Rúnar Óli Karlsson, Borea Adventures

15:00-15:30 Kaffihlé.

15:30-16:00 Fólk, framsal, fiskveiðiréttindi og fjármálaafurðir. Eru tilraunir með fiskveiðistjórnun í anda frjálshyggjunnar óafturkræfar?
Dr. Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar.

16:00-16:30 Sóknin í norður - áhætta, öryggi og aðlögun sjávarbyggða vegna veðurfarsbreytinga og aukinnar skipaumferðar.
Embla Eir Oddsdóttir, settur framkvæmdastjóri Rannsóknaþings norðursins og verkefnastjóri, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar.

Málþingið verður haldið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, að Suðurgötu 12 á Ísafirði. Ef óskir berast verður það sent út um fjarfundabúnað.

Að loknu málþinginu er fundargestum boðið í klukkustundar siglingu með eikarbátnum Húna II sem er gerður út frá Akureyri af Hollvinafélagi Húna, en báturinn verður á Ísafirði frá 16. til 20. maí 2012.

Fundarstjóri verður Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.

Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis.

imageimageimage
imageimage
Deila