Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Harmonikuheimurinn vel sóttur

7. mars 2012
Fimmtudaginn 1. mars s.l. var haldinn þriðji hlutinn í röðinni um Tónlist frá ýmsum hliðum.
Þá fluttu þau Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir, Jón Þorsteinn Reynisson og Ásgeir Sigurðsson dagskrá um harmonikuna undir heitinu Heimur harmonikunnar.

Námskeiðið fór fram í Edinborgarhúsinu og var samstarfsverkefni Listaskóla Rögnvaldar og Fræðslumiðstöðvarinnar.

Dagskráin hófst með leynigesti sem söng Sjómannavalsinn eftir þá Svavar Benediktsson og Kristján frá Djúpalæk við undirleik Helgu Kristbjargar. Leynigesturinn reyndist vera Sveinn Jóhannsson söngvari.

Helga Kristbjörg rakti síðan sögu og þróun harmonikunnar í máli og tónum, þar sem þau Jón Þorsteinn skiptust á að um að leika á nikkuna. Ásgeir var með sundurteknar harmonikur og sýndi hina ýmsu hluta nikkunnar eftir því sem þeim var lýst. Auk þess sagði ýmsar skemmti-og reynslusögur af harmonikuleikurum og tónleikum.

Að lokum spilaði Helga Kristbjörg sitt hvort lagið eftir þá Ísfirðingana Baldur Geirmundsson (BG) og Vilberg Vilbergsson (Villa Valla).

Dagskráin var ágætlega sótt og gestir hinir ánægðustu með kvöldið.

Næst í tónlistarröðinni verður Stuð, stuð, stuð. Saga íslenska rokksins og poppsins 1950 ? 2010 með Gunnari Lárusi Hjálmarssyni (dr. Gunna). Verður sá hluti haldinn á skírdag, fimmtudaginn 5. apríl n.k.
image

image

image

image
Deila