Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Heimilisfjármálin tekin föstum tökum

Margir hafa eignast forritið BÓTHILDI sem hjálpar fólki að halda utan um heimilisfjármálin. Fræðslumiðstöðin býður nú upp á þriggja kvölda námskeið til þess að hjálpa fólki af stað með BÓTHILDI og hefst það þriðjudaginn 17. mars kl. 20:00. Gefinn er góður tími á milli skipta þannig að þátttakendur geti unnið með forritið í millitíðinni og fengið úrlausn í næsta tíma ef eitthvað er óljóst.

Kennari á námskeiðinu er Þorsteinn Gestsson höfundur BÓTHILDAR.

Kennt verður þriðjudagana 17. og 31. mars og 21. apríl kl. 20:00-22:00. Námskeiðið kostar 11.900 kr. og er forritið innifalið í verði. Þeir sem nú þegar eiga BÓTHILID greiða 9.900 kr.
Deila