Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Hlífðargassuða - hagnýtt nám

Nemendur og kennarar við útskrift úr hlífðargassuðu í maí 2014.
Nemendur og kennarar við útskrift úr hlífðargassuðu í maí 2014.

Fræðslumiðstöðin býður nú í annað skipti upp á nám í hlífðargassuðu og er fyrirhugað að hefja það þann 17. febrúar. Námið er samstarfsverkefni Fræðslumiðstöðvarinnar, Menntaskólans á Ísafirði og 3X Technology ehf og kennt samkvæmt námskrá sem þessir aðilar þróuðu í sameiningu.

Námið er ætlað fólki sem hefur hug á að vinna í framleiðslufyrirtækjum við hlífðargassuðu með sérstakri áherslu á ryðfrítt stál og er bæði verklegt og bóklegt, alls 138 kennslustundir.

Markmiðið er að nemendur verði færir um að vinna við TIG og MIG/MAG-suður. Námið skiptist í bóklega og verklega hluta og er kennt í þremur lotum. Fyrsti hlutinn er kenndur í skólanum og þar verður tekið fyrir hlífðargassuða, efnisfræði málma, öryggismál á vinnustað og íslenska fyrir útlendinga (ef með þarf). Hlutar tvö og þrjú verða kenndir á vinnustað og í skóla.

Námið hentar jafnt konum sem körlum. Horft er sérstaklega til erlendra nemenda við uppbyggingu námsins og munu þeir taka starfstengda íslensku.

Að loknu námi eiga nemendur að vera færir um að vinna sérhæfð störf í framleiðsluiðnaði. Kennarar eru feðgarnir Tryggvi Sigtryggsson framhaldsskólakennari og Jakob Ólafur Tryggvason meistari í stálsmíði.

Athugið að  um tilraunakennslu að ræða, sem styrkt er af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og verði því mjög stillt í hóf.

Fræðslumiðstöðin hvetur áhugasama til þess að kynna sér málið og skrá sig sem fyrst því þátttakendafjöldinn er takmarkaður.

Deila