Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Hljóðfærin og Moldá - Tónlistin frá ýmsum hliðumFimmtudagskvöldið 3. maí verður fimmta og síðasta kvöldstundin í tónlistarröðinni Tónlistin frá ýmsum hliðum. Þá mun Ólafur Kristjánsson fjalla um tónverkið Moldá eftir tékkneska tónskáldið Bed?ich Smetana.

Ólafur mun fjalla um hljóðfærin í verkinu og hvernig þau eru notuð til að lýsa ánni og umhverfi hennar allt frá smálækjum við upptökin efst í Bæheimsskógi og þar til hún sameinast Elbu, eftir að hafa runnið um 430 km leið.

Hann mun segja frá tónskáldinu Bed?ich Smetana, sem var hæfileikaríkt undrabarn og lék á mörg hljóðfæri frá unga aldri.

Í erindinu mun Ólafur einnig koma að ýmsu sem gott er að vita þegar hlustað er á tónlist þannig að hún nái að skapa nýjar sýnir og leyfi hugarflugi og tilfinningum að ráða för. Þá mun hann leyfa fólki að heyra ýmis tóndæmi til að njóta og skýra mál sitt.

Dagskrárröðin Tónlist frá ýmsum hliðum er samstarfsverkefni Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. Hún er hugsuð til að kynna tónlistina fyrir fólki sem ekki hefur lagt stund á langt tónlistarnám, en vill kynnast þessum heimi til að fræðast og njóta. Hafa fyrri námskeiðin verið vel sótt.

Fyrirlesturinn verður á 2. hæð í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn.

Aðgangseyrir er 2.500 kr., en 1.500 kr. fyrir námsfólk og eldri borgara.

Myndir með þessari frétt eru fengar af netinu og eru merktar bb.is
Deila