Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Hvað getur náms- og starfsráðgjöf gert fyrir þig?

Björn Hafberg, náms- og starfsráðgjafi verður með námskeið til að kynna náms- og starfsráðgjöf þriðjudaginn 27. nóvember, n.k.
Námskeiðið verður hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að Suðurgötu 12 á Ísafirði og hefst kl. 20 og stendur til kl. 22. Þar mun Björn kynna hvaða aðstoð náms- og starfsráðgjafi getur veitt, gefa fólki kost á að fara í áhugasviðsgreiningu og finna hvar styrkleikar þess liggja.

Námskeiðið er fólki að kostnaðarlausu.
Ekki þarf að ská sig, bara að mæta og láta sjá sig!
Allir eru velkomnir.

Auk þess að halda námskeiðið mun Björn heimsækja vinnustaði og veita einstaklingsviðtöl í Bolungarvík, Ísafirði og Súðavík þriðjudaginn 27. nóvember og miðvikudaginn 28. nóvember 2007.

Öll þjónusta náms- og starfsráðgjafans er fólki að kostnaðarlausu þar sem Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur gert samning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um þessa starfsemi og fær greiðslur þaðan. Upphaflega er fjármagnið komið frá ríkinu í tengslum við kjarasamningna.

Fólk er hvatt til að nýta sér náms- og starfsráðgjöfina, t.d. með því að panta viðtal.
Best er haf beint samband við Björn Hafberg í síma 899 0883.
Einnig er velkomið að hafa samband við Fræðslumiðstöð Vestfjarða í síma 456 5025, eða með tölvupósti á netfangið frmst@frmst.is
Deila