Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Hvernig viljum við hafa heilsuna?

Dögg Árnadóttir.
Dögg Árnadóttir.

Fimmtudaginn 12. maí n.k. verður fimmta erindið í fyrirlestrarröðinni Þriðja skeiðið – réttindi og tækifæri. Þá mun Dögg Árnadóttir lýðheilsufræðingur fjalla um lýðheilsu undir yfirskriftinni Hvernig viljum við hafa heilsuna? Dögg hefur þetta að segja um erindið:

Heilsa okkar er í þróun alla ævi, henni ýmist hrakar, hún viðhelst eða eflist. Fjölmargt hefur áhrif á það hvernig þróunin er hjá hverjum og einum, til dæmis erfðir, reynsla, aðstæður og umhverfi, en lykilþáttur er val einstaklingsins. Mest áhrif hefur það hvernig einstaklingurinn velur að gera hverju sinni og hvernig hann velur að takast á við það sem að höndum ber. Einstaklingurinn er því sá sem ber mesta ábyrgð á eigin heilsu.

 

Með okkar vali og gjörðum höfum við líka áhrif á heilsu annarra, umhverfið og fleira. Þegar kemur að heilsu er ábyrgð okkar því líka samfélagsleg.

 

Ef vilji er fyrir hendi getur hver og einn stuðlað að heilsu, vellíðan og blómstrun á einstaklings- og samfélagsvísu. Til þess að svo megi verða þarf margt að koma til en á fyrirlestri sem þessum getum við hjálpast að við að komast skrefi nær því að takast það.

Fyrirlestraröðinni Þriðja skeiðið - réttindi og tækifæri er ætlað að kynna fólki sitthvað sem gott er að huga að fyrir framtíðina þegar komið er á miðjan aldur. Hún er því einkum ætluð fólki sem komið er á miðjan aldur, en allir eru velkomnir.

Erindið verður hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að Suðurgötu 12 á Ísafirði, en verði þátttakendur á Hólmavík eða Patreksfirði verður notaður fjarfundabúnaður til að tengja fólk saman.

Tími: Fimmtudagurinn 12. maí kl. 17-19.

Verð: 1.000 kr. á mann.

Deila