Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Jólaþema í Fræðslumiðstöðinni

Það er orðinn fastur liður á aðventunni að Fræðslumiðstöðin bjóði upp á námskeið með jólaþema í samvinnu við Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra og Fjölmennt ? fullorðinsfræðslu fatlaðra.

Í ár eru námskeiðin tvö. Sigríður Magnúsdóttir leiðbeinir á námskeiði um jólaföndur eins og undanfarin ár og fara þátttakendur stoltir heim með fallega og jólalega muni í lok hvers tíma, ýmist til að skreyta með sjálfir eða setja í einhvern jólapakkann. Guðrún Jónsdóttir er svo með tónlistarnámskeið þar sem jólalögin eru sungin og spiluð af mikilli innlifun.

Samstarf Fræðslumiðstöðvar, Svæðisskrifstofunnar og Fjölmenntar hefur sett skemmtilegan svip á starf Fræðslumiðstöðvarinnar og aukið fjölbreytileika þess sem í boði er. Enda er það markmið Fræðslumiðstöðvarinnar að sem flestir hópar geti fundið þar eitthvað við sitt hæfi.

Fyrr í haust var annað tónlistarnámskeið sem lukkaðist það vel að ákveðið var að halda áfram nú í desember. Einnig var boðið upp á sundleikfimi í haust og var mikil ánægja með það. Á vormisseri verða nokkur námskeið í boði, endanleg dagskrá liggur ekki fyrir en matreiðsla, sundleikfimi, gæludýr og matjurtir er meðal þess sem verið er að skoða.

image
Á jólaföndurnámskeiðinu voru gerðir fallegir munir. Í fyrra skiptið voru saumuð jólahjörtu.

image
Í seinna skiptið voru búin til glæsileg jólatré með ljósum.

image
Hjalti Þórarinsson átti afmæli og í tilefni af því var boðið upp á köku. Hjalti er duglegur að sækja námskeið hjá Fræðslumiðstöðinni og tekur þátt í öllu sem stendur til boða.
image
Þátttakendur gæða sér á afmæliskökunni hans Hjalta eftir að hafa sungið fyrir hann afmælissönginn.
Deila