Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Kærleiksljós - námskeið 4. apríl

Laugardaginn 4. apríl kl. 11:00-16:00 gefst fólki kostur á að læra að gera fallega mósaik lampa undir handleiðslu Ólafar Davíðsdóttur listakonu.

image

Ólöf er að mestu sjálfmenntuð en hefur farið á fjölmörg námskeið og vinnur um þessar mundir mest í gler en auk þess hefur hún staðið fyrir stuttum námskeiðum í vinnustofu sinni í Gallerý Brák í Borgarnesi. Hún er frumkvöðull í endurvinnslu á gleri hér á landi og nýtir gjarnan það sem aðrir henda frá sér. Hún hefur haldið margar sýningar hér á landi og erlendis, bæði einkasýningar og í samstarfi við aðra listamenn.

Námskeiðið er á vegum Fræðslumiðstöðvarinna en haldið í húsakynnum Rammagerðar Ísafjarðar að Aðalstræti 16. Námskeiðsgjald er 9.000 kr. Hámarks fjöldi þátttakenda eru 8 og því mikilvægt að skrá sig tímanlega.
Deila