Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Kynning á fræðslusjóðum - súpufundur

Næstukomandi fimmtudag, þann 26. janúar mun Kristín Njálsdóttir, framkvæmdarstjóri Landsmenntar, Ríkismenntar, Sveitamenntar og Sjómenntar, kynna starfsmenntasjóðina og styrkjamöguleika fyrirtækja og stofnana varðandi fræðslumál. Í sjóðina er greitt af m.a. félagsfólki Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur. Kynningin mun fara fram í Bryggjusal Edinborgarhússins og boðið verður upp á súpu og brauð. Fundurinn hefst kl. 12 og gengið er út frá því að honum ljúki kl. 13.

 

Hér er gott tækifæri fyrir þá sem starfa við mannauðsmál s.s. mannauðsstjóra og stjórnendur. Einstaklingar eru einnig velkomnir.

 

Fræðslumiðstöð Vestfjarða starfar í góðu samstarfi við sjóðina sem styðja við verkefni á borð við fræðslugreiningar, náms- og starfsráðgjöf og sí- og endurmenntun.

 

Áhugasamir eru hvattir til að mæta og gott væri ef fólk skráði sig hér: https://fb.me/e/2wSOhi1QS

 

 

Deila