Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Kynning á raunfærnimati 20. apríl

Mánudaginn 20. apríl kl. 20:00 verður haldin almennur kynningarfundur um raunfærnimat í húsakynnum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarðar að Suðurgötu 12 Ísafirði. Hægt er að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað í Þekkingarsetrinu Skor á Patreksfirði og í Hnyðju á Hólmavík.

Raunfærnimat er ætlað fólki sem hefur hug á að fara í nám og vill fá metna þá færni og þekkingu sem það hefur öðlast í starfi og/eða  frítíma og geta þannig hugsanlega stytt nám. Að loknu raunfærnimati geta þátttakendur farið í skóla og lokið því námi sem eftir stendur til að útskrifast.

Á þessum kynningafundi mun Iðan – fræðslusetur kynna raunfærnimat í iðngreinum og Björn Hafberg náms– og starfsráðgjafi Fræðslumiðstöðvarinar fjalla um hvaða aðrar greinar eru í boði. Sérstaklega verður horft til raunfærnimats á félagsliðabraut, leikskólaliðabraut og á móti námi fyrir þá sem vilja vera stuðningsfulltrúa í grunnskóla.

Deila