Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Kynning á smáskipanámi og námi til undirbúnings skemmtibátaprófs

Þriðjudaginn 25. janúar kl. 20:15 verður kynning í Fræðslumiðstöðinni á smáskipanámi og námi til undirbúnings skemmtibátaprófs.

Smáskipanámið er 105 kennslustundir og sambærilegt við það sem margir þekkja sem pungapróf. Að náminu loknu og 12 mánaða siglingatíma öðlast þátttakendur rétt til að fá útgefið skírteini sem skipstjóri/stýrimaður á skipum styttri en 12 metrar að skráningarlengd í strandsiglingum (smáskipaskírteini).

Nám til undirbúnings skemmtibátaprófs er 26 kennslustunda námskeið auk 4 tíma prófs. Í náminu verða kennd bókleg atriði sem krafist er skv. námskrá til skemmtibátaprófs, í siglingafræði, siglingareglum og stöðugleika. Bóklegt og verklegt próf veitir siglingaréttindi á 24 m skemmtibáta. Námskeiðinu lýkur með bóklegu og verklegu prófi til að fá útgefið skemmtibátaskírteini.

Á kynningarfundinum verður fjallað um fyrirkomulag hvors námskeiðs fyrir sig og kennslutími ákveðinni í samráði við þátttakendur. Fundurinn er öllum opinn og áhugasamir eru hvattir til að mæta.

image
Frá kennslu í smáskipanámi veturinn 2009.
Deila