Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Kynningar á námi

Mánudaginn 11. janúar n.k. verður kynning á tvenns konar námi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

Annars vegar verður kynning á íslenskunámskeiðum fyrir fólk með annað móðurmál en íslensku. Sú kynning verður í húsakynnum miðstöðvarinnar að Suðurgötu 12 á Ísafirði og hefst kl. 18.

Hins vegar er kynning á Hönnunar- og tilraunasmiðju í FabLab sem er nýtt nám hjá Fræðslumiðstöðinni ætlað fólki 20 ára eða eldra, með stutta formlega menntun og sem er á vinnumarkaði. Sú kynning fer fram í FabLab smiðjunni í Menntaskólanum á Ísafirði og hefst einnig kl. 18.

Báðar þessar kynningar eru öllum opnar. Áhugasamir eru hvattir til að mæta og sjá hvort þarna er eitthvað sem getur hentar.

Deila