Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Kynningarfundur um grunnmenntaskólann í Tjarnarlundi í Saurbæ

Kynningarfundur um grunnmenntaskólann, 300 stunda námskrá sem til stendur að kenna í Saurbæ eða Reykhólasveit á næstunni, verður haldinn í Tjarnarlundi í Saurbæ fimmtudagskvöldið 28. október kl 20:30. Vonast er til að Dalamenn, Reykhólahreppsbúar og Strandamenn geti sameinast um að nýta sér þetta námsframboð.

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi og Fræðslumiðstöð Vestfjarða standa sameiginlega að því að kynna Grunnmenntaskólann, en í kjölfar bættra samgangna á þessu svæði vilja aðilar hjá báðum miðstöðvum auka samvinnuna sem mun skila sér í bættri þjónustu í fullorðinsfræðslu fyrir íbúa á þessu svæði.

Björn Hafberg náms- og starfsráðgjafi og Kristín Sigurrós Einarsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða mæta á fundinn og kynna þetta námsframboð. Áformað er að Grunnmenntaskólinn geti að einhverju leyti hafist í nóvember og kennsla hefjist svo á fullu eftir áramót og verði áfram næstu tvær annir.

Athugið að Björn Hafberg náms- og starfsráðgjafi verður á ferðinni á svæðinu þennan dag og hægt er að panta viðtöl hjá honum í síma 8990883.
Deila