Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Lærið að gera sushi

Það eru eflaust marga sem langar að prófa að gera sitt eigið sushi og nú er tækifærið til þess að kynnast aðeins þessari matarhefð Japana.

Laugardaginn 29. október n.k.býður Fræðslumiðstöðin upp á sushi námskeið. Þar mun Ingibjörg Ólafsdóttir fjalla um meðhöndlun, suðu og blöndun á hrísgrjónunum, eggjaköku og skurð á fiskáleggi. Þátttakendur fá kennslu í að gera Nigiri kodda og Maki rúllur.

Námskeiðið verður haldið í heimilisfræðistofu Grunnskólans á Ísafirði og stendur frá kl. 11:00 til 13:00. Enn eru nokkur pláss laus og um að gera fyrir áhugasama að nota sér þetta tækifæri.
Deila