Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Lærum spænsku ? enn er hægt að skrá sig

Fimmtudaginn 21. október hefst spænskunámskeið hjá Fræðslumiðstöðinni. Þetta er upplagt tækifæri fyrir þá sem vilja læra nýtt tungumál.

Námskeiðið er ætlað byrjendum í spænsku og verður farið í grunnatriði í málfræði og málnotkun; hlustun, tal, lestur og ritun. Þátttakendur læra helstu atriði sem þarf að kunna þegar ferðast er til spænskumælandi landa.

Námskeiðið er 24 kennslustundir og verður kennt átta fimmtudaga kl. 18:00-20:00.

Kennari á námskeiðinu er Cecilia Garate.

Enn er hægt að skrá sig.
Deila