Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Lærum þýsku

Þriðjudaginn 25. janúar n.k. hefst þýska I hjá Fræðslumiðstöðinni, námskeið fyrir fólk með lítinn grunn í þýsku eða þá sem hafa eitthvað lært en ekki notað málið mjög lengi. Námskeiðið er upplagt fyrir fólk í ferðaþjónustu og aðra þá sem hafa samskipti við þýskumælandi fólk og vilja fá grunn í málinu. Farið verður í þýska málfræði og orðaforða en einnig fjallað um menningu og venjur í þýskumælandi löndum. Áherslur á námskeiðinu taka mið af áhuga og þörfum þátttakenda.

Námskeiðið verður kennt á þriðjudögum kl. 18:00-20:00 og stendur yfir í 8 vikur. Kennari er Angela Schamberger og kostar námskeiðið 29.500 kr.

Rétt er að benda á það að stéttarfélög styrkja sína félagsmenn nánast undantekningalaust til þess að sækja tungumálanámskeið með því að endurgreiða hluta þátttökugjalda.

Það er von Fræðslumiðstöðvarinnar að þeir sem áhuga hafa á þýsku nýti sér þetta tækifæri því nú er nokkuð umliðið síðan síðast var haldið þýskunámskeið.

image
Frá þýskunámskeið veturinn 2008.
Deila