Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Líf og fjör í jólaföndri

Undanfarin ár hefur Fræðslumiðstöðin boðið góðum vinum sínum upp á námskeið þar sem föndrað er fyrir jólin og svo er einnig í ár.  Vinir okkar mæta í þrjú skipti og útbúa fallegt jólaskraut og jólagjafir undir góðri leiðsögn Sigríðar Magnúsdóttur. Það er óhætt að segja að það hafi verið mikil athafnasemi miðvikudaginn 27. nóvember s.l. þegar hópurinn mætti í fyrsta tímann og ljóst að eftir námskeiði verða margir komnir með góða gripi sem þeir geta notað til að gera jólalegt í kring um sig eða laumað í pakka til einhvers.

 

Fræðslumiðstöðin heldur nokkur námskeið á hverju ári fyrir fatlaða í samstarfi við Fjölmennt. Jólaföndrið er þriðja námskeiðið nú á haustönn en áður hefur verið matreiðslunámskeið sem alltaf nýtur mikilla vinsælda og námskeið þar sem var sungið og spilað. Á nýju ári verður haldið áfram og ýmislegt spennandi í boði. Fræðslumiðstöðin hefur það að markmiðið að sem flestir geti fundið þar eitthvað við sitt hæfi og samstarfið við Fjölmennt sem gerir miðstöðinni kleift að bjóða upp á námskeið fyrir fatlaða er því mikið ánægjuefni.

Deila