Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Líflegir morgnar í Fræðslumiðstöðinni

Undanfarnar vikur hefur rúmlega 20 manna hópur stundað nám í íslensku fyrir útlendinga hjá Fræðslumiðstöðinni.

Um er að ræða 120 kennslustunda nám sem kennt er hvern virkan dag í 6 vikur. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þjálfa talmál og skilning en auk þess fá þátttakendur tilsögn í tölvunotkun.

Aðal kennari námskeiðsins er Halldóra Björnsdóttir en aðrir kennarar hafa einnig komið að afmörkuðum hlutum þess.
image
Deila