Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Lok á spænskunámskeiði

Í gærkveldi, 13. nóvember, lauk spænskunámskeiði fyrir byrjendur. Kennari var Katrín Björnsdóttir og lauk hún námskeiðinu með spænskri stemmningu, tapas réttum og suðrænni tónlist. 

Á námskeiðinu var lögð áhersla á talað mál og var greinilegt að nemendur höfðu fengið töluverða þjálfun í því. Nemendur fóru líka út um víðan völl og versluðu inn, fóru út að borða o.fl. og nýttu sér spænskukunnáttu sína við það.

Framhald af námskeiðinu verður eftir áramót og verður hægt að koma þar inn fyrir þá sem hafa smá undirbúning en vilja fá betri þjálfun í talmálinu.

Deila