Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Lokahóf íslenskunema á Patreksfirði

Námskeiðinu Íslenska fyrir útlendinga á Patreksfirði lauk miðvikudaginn 25. mars sl. Í tilefni af því var haldið lokahóf í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði og var 100% mæting.

Ellefu nemendur hafa stundað íslenskunám á Patreksfirði í vetur og níu nemendur voru skráðir á íslenskunámskeið á Bíldudal, samtals tuttugu í Vesturbyggð.
Ekki tókst að hafa íslenskunámskeið á Tálknafirði í vetur en að sjálfsögðu verður gerð önnur tilraun til þess næsta haust.

Í lokahófinu var borðaður nýveiddur patreksfirskur steinbítur, eldaður með gleði og ýmsu góðgæti. image
Deila