Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Lumar þú á góðri hugmynd að námskeiði fyrir næsta vetur?

Starfsemi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða er nú að komast á fullt skrið eftir sumarfrí starfsmanna. Eins og venjulega er helsta verkefni ágústmánaðar að undirbúa námskeiðahald vetrarins. Þar mun kenna ýmissa grasa, bæði námskeið sem hafa verið vinsæl í gegnum árin og eins ný námskeið.

Fræðslumiðstöðin fagnar einnig öllum nýjum hugmyndum um námskeið og hvetur þá sem hafa ákveðnar óskir eða hugmyndir til þess að hafa samband og koma þeim á framfæri.

Fyrsta námskeið nýs skólaárs verður haldið dagana 21. og 22. ágúst og er þar um að ræða námskeið fyrir kennara og aðra sem áhuga hafa á fullorðinsfræðslu ? sjá nánar hér.

Önnur námskeið verða kynnt eftir því sem dagskráin tekur á sig mynd og að sjálfsögðu verður gefinn út námsvísir í byrjun september þar sem verður að finna upplýsingar um flest þau námskeið sem fyrirhuguð eru í vetur.
Deila