Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Málþing um uppbyggingu háskólastigsins á Vestfjörðum

Laugardaginn 6. mars 2004 var haldið málþing um uppbyggingu háskólastigsins á Vestfjörðum. Málþingið fór fram á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði og stóð kl. 11.00 til 15.45.

Að málþinginu stóðu Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Ísafjarðarbær.

Tilgangur málþingsins var að varpa ljósi á stöðu háskólastigsins á Vestfjörðum og velta upp þeim leiðum sem færar væru í náinni framtíð. Málþingið var þannig innlegg í þá umræðu og starf sem nú fer fram á Vestfjörðum og átti að auðvelda fólki skynsamlega ákvarðanatöku.

Menntamálaráðherra ávarpaði málþingið í upphafi og tók síðan saman niðurstöður þess í lokin. Kom fram hjá ráðherrra að upphæð sú sem áætlað var að verja til uppbyggingar háskólanáms og símenntunar á Vestfjörðum á árinu 2004, samkvæmt samkomulagi iðnaðar- og menntamálaráðherra um aðgerðir í byggðamálum, hefði verið tvöfölduð; hækkuð úr 10 milljónum króna í 20 milljónir.

Málþingið var öllum opið og var einkar vel sótt. Framsöguerindi voru áhugaverð og upplýsandi.

Fundarstjórar voru Birna Lárusdóttir forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Elías Jónatansson forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkurkaupstaðar.

Málþingið var tekið upp af Digi-film á Ísafirði og Símanum. Hægt er að skoða málþingið með því að velja Upptaka hér til hliðar.

Þá munu fljotlega birtast hér á síðunni hlutar úr framsöguræðum.

Halldór Halldórsson - Ræða

Katrín Gunnarsdóttir - Ræða - Glærur

Kristinn H. Gunnarsson - Glærur

Líneik Anna Sævarsdóttir - Glærur

Dr. Ólína Þorvarðardóttir - Ræða - Glærur

Dr. Rögnvaldur Ólafsson - Glærur

Sigurjón Kr. Sigurjónsson - Glærur

Dr. Skúli Skúlason - Glærur

Smári Haraldsson - Ræða - Glærur
Deila