Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Mannauðurinn - Pólland

13. janúar 2013
image

Þriðji fyrirlestur Róta og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða um Mannauðinn og menningarlega fjölbreytni verður fimmtudaginn 17. janúar, kl. 17 ? 18.
Þá munu þær Elzbieta Anna og Maria Jolanta Kowalczyk fjalla um Pólland og segja frá landi og þjóð, mannlífi og menningu.
Fyrirlesturinn verður fluttur á Patreksfirði, en varpað með fjarfundabúnaði til annarra staða á Vestfjörðum. Á Ísafirði verður hann hjá Fræðslumiðstöðinni að Suðurgötu 12.

Fyrirlestrar í þessari röð eru að jafnaði kl. 17 ? 18 þriðja fimmtudag hvers mánaðar og sendir út í fjarfundabúnaði.

Markmið með þessari fyrirlestraröð er að kynna fjölbreytileika mannlífsins á Vestfjörðum, gefa sýn á uppruna, menningu og hefðir nokkurra þeirra þjóða sem hér búa og auka þannig skilning og samheldni í samfélaginu. Fyrirlestrunum er einnig ætlað að hjálpa til við að kalla fram möguleika á að nýta þessa fjölbreytni, svo sem í viðskiptum og ferðaþjónustu.
Fyrirlestrarnir eru á íslensku.

Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og ekki er þörf á að skrá sig fyrirfram.
Aðgangseyrir er eitt þúsund krónur á mann.

Maria Jolanta Kowalczyk (Mariola) lauk söngnámi frá Tónlistarháskólanum í Kraká árið 1980. Síðan þá hefur hún verið virt söngkona í heimalandi sínu og komið fram á tónleikum víða um heim, m.a. í Bandaríkjunum, Kanada, Belgíu, Grikklandi, Tyrklandi, Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi, Ítalíu og Finnlandi auk Íslands, og hvarvetna hlotið mikið lof fyrir söng sinn. Þá hefur Mariola tekið þátt í fjölmörgum tónlistarhátíðum í heimalandi sínu m.a. ,,Tónlist í gömlu Kraká?, ,,Haust í Varsjá?, Vratislaw Cantans? og Tónlistarhátíðinni í Baranów.
Mariola starfaði um árabil við óperuhúsin í Kraká og Bytom og söng með ,,Capella Cracoviensis? og ,,Capella Bydgosciensis?. Hún hefur sungið með sinfóníuhljómsveitum í flutningi á óratoríum, fyrir pólska útvarpið og hafa margar erlendar útvarps- og sjónvarpsstöðvar gert upptökur með söng hennar.
Mariola flutti til Íslands árið 1994 þar sem hún gegndi skólastjórastöðu Tónskólans á Hólmavík og stjórnaði Kirkjukór Hólmavíkur. Hún flutti til Ísafjarðar í september 2000 og fór að kenna við Tónlistarskóla Ísafjarðar og Tónlistarskólann í Bolungarvík. Mariola stjórnaði stúlknakór Tónlistarskóla Ísafjarðar frá árinu 2000 þar til hún hætti störfum við skólann 2002. Hún var kennari og síðar skólastjóri við Tónlistarskólann í Bolungarvík og var kórstjóri Kirkjukóranna á Flateyri og Holti og Karlakórsins Ernis af norðursvæði Vestfjarðakjálkans.
Um áramótin 2007-8 fluttist Mariola til Patreksfjarðar og er tónlistarkennari í Vesturbyggð ásamt því að vera söngstjóri kirkjukórs Patreksfjarðar og Karlakórsins Vestra.


Elzbieta Anna Kowalczyk fluttist til Íslands árið 1994. Elzbieta hóf nám í sellóleik en snéri sér fljótlega að píanóleik og lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Kraká 1986. Sex árum síðar lauk hún söngprófi frá Tónlistarskólanum í Nowy Targ.
Elzbieta hefur verið undirleikari systra sinna, Mariolu og Evu (sem er þekkt söngkona í Póllandi) innan og utan Póllands og hefur einnig starfað með Sinfóníuhljómsveit og kór pólska ríkisútvarpsins.
Elzbieta starfaði við tónlistarkennslu á Hólmavík frá 1994 þar til hún fluttist til Ísafjarðar haustið 2000. Hún hóf störf við Tónlistarskóla Ísafjarðar og Tónlistarskólann í Bolungarvík þá um haustið. Elzbieta var kennari við Tónlistarskólann í Bolungarvík og starfaði sem organisti hjá kirkjukórunum á Flateyri og Holti í Önundarfirði og var píanóleikari hjá Karlakórnum Erni á norðursvæði Vestfjarðakjálkans.
Um áramótin 2007-8 fluttist Elzbieta til Patreksfjarðar og er skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar ásamt því að vera organisti hjá kirkjukór Patreksfjarðar og píanóleikari Karlakórsins Vestra.
Deila