Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

María Hildiþórsdóttir í heimsókn

8. desember 2011
María Hildiþórsdóttir forstöðumaður símenntunar og þekkingarsetursins Fjölmenntar var í heimsókn hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða dagana 7. og 8. desember. Fræðslumiðstöðin og Fjölmennt hafa unnið talsvert saman á undanförnum árum, einkum í námi fyrir fatlaða. Hefur það samstarf reynst Fræðslumiðstöðinni einstaklega gagnlegt og gefandi.

Með heimsókn sinni var María að kynna sér námsframboð og kennslu fyrir markhóp Fjölmenntar og möguleika á að þróa og efla samstarfið við Fræðslumiðstöðina.

María heilsaði upp á nemendur í Fræðslumiðstöðinni, heimsótti Vesturafl og hæfingarstöðina Hvestu og átti fundi með félagsmálayfirvöldum á Ísafirði og í Bolungarvík.

Fyrir hönd Fræðslumiðstöðvarinnar hefur Sólveig Bessa Magnúsdóttir umsjón með samstarfinu við Fjölmennt.

Á myndinni hér að neðan María með þeim Ingibjörgu Sólveigu Guðmundsdóttur forstöðumanni Hvestu og Sólveigu Bessu Magnúsdóttir. Myndin á veggnum er máluð af Villa Valla af þeim bræðrum Sigurjóni og Bjarna Halldórssonum í Tungu.
image
Deila