Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Mat- og kryddjurtir

Laugardaginn 24. apríl n.k. verður haldið námskeið um mat- og kryddjurtir í Fræðslumiðstöðinni. Mikill áhugi hefur verið á ýmiskonar garðrækt undanfarin misseri og gefst hér upplagt tækifæri til þess að bæta við þekkingu sína á því sviði.

Á námskeiðinu verður meðal annars fjallað um sáningu, ræktun og umönnun mat- og kryddjurta. Farið verður yfir sjúkdóma og skordýr sem hrjá mat- og kryddjurtir og hvernig best er að verjast þeim. Fjallað verður um nýtingu jurtanna og geymsluaðferðir og fara þátttakendur heim með gómsætar uppskriftir og góðar hugmyndir.

Kennari á námskeiðinu er Auður Ottesen garðyrkjufræðingur og ritstjóri tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn. Hún var með samskonar námskeið fyrir Fræðslumiðstöðina á Patreksfirði síðasta vor og þótti það takast mjög vel.

Námskeiðið er haldið í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12 á Ísafirði og stendur frá kl. 11:00 til 15:00. Verð er 9.900 kr.
Deila