Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Meðferð matvæla

Námsleiðin Meðferð matvæla hefur verið vinsæl hjá okkur og hefur verið almenn ánægja með hana. Saloma Elín Ingólfsdóttir næringarfræðingur hefur kennt flest alla þætti og hefur henni tekist einstaklega vel með að kenna þetta í fjarnámi, eins og boðið er upp á núna líka.

Með því að kenna svona námsleið í fjarnámi gefst fólki allsstaðar frá að nýta sér þetta nám. Hægt er að vera heima í stofu og taka þátt ef svo vill til.

Námið samanstendur af ýmsum stuttum og hagnýtum þáttum m.a. gæði og öryggi við meðferð matvæla, matvælavinnsla, þrif og sótthreinsun, merkingar á umbúðum matvæla, geymsluþol, ofnæmi og óþol, hollusta máltíða og fæðuflokkarnir.

Þetta er 60 kennslustunda nám ætlað þeim sem starfa við meðhöndlun matvæla svo sem starfsfólki í mötuneytum, veitingahúsum og verslunum. Einnig hentar þetta þeim sem hafa hug á raunfærnimati í framhaldsnám í matvælaiðnaði.

Námið hefst mánudaginn 7. nóvember verður kennt tvisvar í viku, mánudaga og fimmtudaga kl. 19 - 22. Á þessari önn verða kenndar 40 kennslustundir og 20 kennslustundir eftir áramót. Náminu lýkur mánudaginn 23. janúar 2017.

Verð fyrir námsleiðina er 13.000 kr. á þátttakanda.

Deila