Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Mígreni og átraskanir - tvær námstefnur frá EHÍ

Endurmenntun HÍ býður upp á tvær námstefnur á heilbrigðissviði í fjarfundi ef næg þátttaka fæst.

Þriðjudaginn 28. apríl kl. 9:00-16:00 verður námstefna um mígreni. Námstefnan er einkum ætluð fagfólki á heilbrigðis- og félagssviði en er opin öllum áhugasömum. Markmið hennar er að veita þátttakendum aukna þekkingu á greiningu og meðferð mígrenis. Lýst verður einkennum mígrenis og mismunandi birtingarformum. Helstu meðferðarmöguleikar verða kynntir og fjallað um nýjungar á því sviði. Kennari er Jón Hersir Elíasson, sérfræðingur í taugalækningum ásamt fleirum. Þátttökugjald er 22.900 kr.

Miðvikudaginn 6. maí kl. 8:30-16:00 verður námstefna um átraskanir. Námstefnan er opin öllum, bæði fagfólki og öðrum sem telja sig málefnið varða á einhvern hátt. Markmið hennar er að opna umræðu um sjúkdóminn, veita fræðslu um hann og gefa fólki kost á að spyrja spurninga. Kennari er Helga Þórðardóttir, félagsfræðingur og fjölskylduráðgjafi. Þátttökugjald er 16.500.

Mikilvægt er að skrá sig tímanlega þar sem lágmarksþátttöku þarf til þess að hægt verði að bjóða námstefnurnar í fjarfundi.
Deila