Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Minnkum sorp!

Undanfarnar vikur hefur verið mikil umræða um sorpflokkun. Fræðslumiðstöðin vill leggja sitt af mörkum til þess að draga úr sorpi og stendur þess vegna fyrir námskeiði um safnhaugagerð laugardaginn 14. maí n.k. Námskeiðið stendur frá kl. 10:30 til 16:30 og kostar 9.900 kr.

Á námskeiðinu mun Gunnþór K. Guðfinnsson, umhverfisstjóri Ölfusi og stundakennari við Landbúnaðarháskóla Íslands, fjalla um undirstöðuatriði jarðgerðar/safnhaugagerðar. Fjallað verður um hvaða hráefni er hægt að nýta til jarðgerðar og æskileg blöndunarhlutföll þeirra. Farið verður yfir meðhöndlun og umhirðu safnhaugsins með tilliti til þess hvernig ná megi jöfnu og góðu niðurbroti. Hringrásaferli næringarefna og orku verða skoðuð. Lokaafurð jarðgerðar er kjörin áburður til notkunar í heimilisgarðinn, landgræðslu eða skógrækta.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á endurnýtingu lífrænna afurða sem til falla á heimilum og görðum. Það stefnir í góða þátttöku en enn er hægt að bæta við nokkrum skráningum. Nánari upplýsingar hjá Fræðslumiðstöðinni í síma 456 5025.

image
Með safnhaug má draga úr sorpi og jafnframt fá efni til að nota í garðinn.
Deila