Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Næsta skref

Nýr hlekkur til að minna á náms- og starfsráðgjöf hefur verið settur inn á heimasíðu Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Hlekkurinn vísar á vefsíðu sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) og Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf (SÆNS) hafa sett upp. Markmið vefsins er að veita upplýsingar um störf á íslenskum vinnumarkaði, námsframboð þeim tengdum og raunfærnimat.

Vefurinn er hluti af IPA styrktu verkefni (verkefni sem var styrkt af Evrópusambandinu undir formerkjum Instruments for Pre-Accession, IPA) sem FA stýrði á árunum 2012-2014 sem bar heitið Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun. Að verkefninu komu m.a. ráðgefandi aðilar frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Fjármálaráðuneytið, Velferðarráðuneytið, Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins, BSRB - Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Samband íslenskra sveitarfélaga, KVASIR - félag símenntunarmiðstöðva, Félag íslenskra framhaldsskóla og Hagstofu Íslands.

Deila