Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Næstu námskeið og atburðir

Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur sett blöðung í dreifingu á norðanverðum Vestfjörðum. Í blöðungnum eru auglýst þau námskeið sem haldin verða seinnipart október mánaðar á Ísafirði, auk dagskrá Viku símenntunar, sem flutt verður á Ísafirði, fimmtudaginn 16. október n.k.

Í blöðungnum eru auglýst 7 námskeið. Þau eru:

Ítalska. Hefst 20. okt.
Námskeið ætlað byrjendum í ítölsku. Farið verður í undirstöðuatriði í málfræði og orðaforða. Kennsla fer að mestu leyti fram á ítölsku.
? Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Ísafirði.
? 30 kennslustundir, 15 skipti.
? Kennt mán. og mið. kl. 18.00 ? 19.30.
? Kennari: Cristian Gallo, vistfræðingur.
? Verð: 31.900,- kr. á þátttakanda.

Aðventa. Hefst 20. okt.
Fjarkennt frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Nemendur fá innsýn í Aðventu, eina útbreiddustu sögu Gunnars Gunnarssonar. Fjallað verður um bakgrunn sögunnar og stöðu hennar í höfundarverki Gunnars auk þess sem hún verður skoðuð frá sjónarhóli guðfræði, heimspeki og fleiri fræðigreina.
? Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Ísafirði.
? 8 kennslustundir, 3 skipti.
? Kennt mán. kl. 20.15 ? 22.00.
? Kennari: Jón Yngvi Jóhannsson, bókmenntafræðingur ásamt gestakennurum.
? Verð: 13.400,- kr. á þátttakanda.

Stjörnuskoðun. Hefst 23. okt.
Í fyrri hluta námskeiðsins verður farið yfir sögu stjörnufræðinnar, skoðað hvaða fyrirbæri sjást í geimnum, fjallað um stjörnumerki og stjörnuhimininn, notkun stjörnukorta og hvernig nota má tölvur sem hjálpartæki við stjörnuskoðun. Seinni hlutinn verður stjörnuskoðun úti þegar veður leyfir.
? Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Ísafirði.
? 7 kennslustundir, 2 skipti.
? Kennt fim. kl. 20.00 ? 22.00.
? Kennari: Jón Björnsson, forstöðumaður Hornstrandastofu.
? Verð: 7.900,- kr. á þátttakanda.

Enska II. Hefst 23. okt.
Námskeið fyrir þá sem hafa einhvern grunn í ensku. Áhersla verður lögð á lestur, málnotkun og hlustun við ýmsar aðstæður. Námskeiðið er framhald af Ensku I en nýir þátttakendur eru velkomnir.
? Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Ísafirði.
? 30 kennslustundir, 15 skipti.
? Kennt mán. og fim. kl. 17.00 ? 18.30.
? Kennari: Katrín Gunnarsdóttir, fhs. kennari.
? Verð: 31.900,- kr. á þátttakanda.

Stefnumótun. Hefst 23. okt.
Námskeið fyrir alla þá sem taka þátt í stjórnun fyrirtækja, stofnana eða félagasamtaka. Á námskeiðinu verður fjallað um hagnýtar aðferðir við stefnumótun hverslags skipulagsheilda.
? Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Ísafirði.
? 9 kennslustundir, 1 skipti.
? Kennt fim. 23. október kl. 10.00 ? 16.30.
? Kennari: Haraldur Flosi Tryggvason, framkvæmdastjóri Viðskiptablaðsins og stundakennari við HR
? Verð: 20.000,- kr. á þátttakanda.

Styrkumsóknir. Hefst 27. okt.
Fjallað um hvernig á að skrifa styrkumsóknir og hvað einkennir góðar umsóknir, hvernig umsóknir eru metnar og hvaða sjóðir eru í boði.
? Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Ísafirði.
? 9 kennslustundir, 3 skipti.
? Kennt mán., mið. og föstud. kl. 20.00 ? 22.00.
? Kennari: Jón Páll Hreinsson , framkvæmdastjóri og MSc í alþjóðaviðskiptum.
? Verð: 10.500,- kr. á þátttakanda.

GPS. Hefst 28. okt.
Þátttakendur læra undirstöðuatriði við notkun GPS tækis. Hentugt námskeið fyrir snjósleða- og jeppafólk, göngufólk, veiðimenn og alla aðra ferðalanga.
? Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Ísafirði.
? 6 kennslustundir, 1 skipti
? Kennt þri. 28. október kl. 18.00 ? 22.00.
? Kennari: Ríkarður Sigmundsson.
? Verð: 7.900,- kr. á þátttakanda.

Skráning á námskeiðin er hjá Fræðslumiðstöðinni. Hér á heimasíðunni www.frmst.is með tölvupósti á {encode="frmst@frmst.is" title="frmst@frmst.is"}, í síma 456 5025 eða með því að koma við að Suðurgötu 12 á Ísafirði.
Deila