Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeið á Patreksfirði um viðhald og endurbætur eldri húsa

Dagana 5. og 6. desember nk. mun Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samstarfi við Húsafriðunarnefnd og VerkVest halda námskeið á Patreksfirði um endurbætur og viðhald eldri timbur- og steinhúsa. Á námskeiðinu verður fjallað um undirstöður og burðarvirki eldri timburhúsa. Farið er yfir frágang bæði utan- og innanhúss. Skoðuð eru gömul hús sem hefur verið gert við og hús sem þarfnast viðgerða. Einnig er farið yfir undirbúning viðgerða, sögu og þróun húsbygginga á Íslandi.
Ávinningur:
  • Lögð er áhersla á að gert sé við gömul hús með sömu aðferðum og frágangi og þegar þau voru byggð á sínum tíma.

  • Þátttakendur fá góða yfirsýn á það hvernig gömul hús voru byggð.

  • Þátttakendur fá dýrmæta þekkingu sem nýtist til viðgerða og endurbóta gamalla húsa.


Deila