Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeið fyrir eldri borgara tókst vel

Undanfarnar vikur hefur hópur eldri borgara sótt námskeið hjá Fræðslumiðstöðinni sem kallast Arfur kynslóðanna. Jóna Símonía Bjarnadóttir sagnfræðingur leiddi fólk í allan sannleikann um hvernig á að bera sig til við að skrá niður lífshlaup, skemmtilegar sögur ? munnmælasögur eða sögur úr lífinu ? minningar sem tengjast hlutum eða stað eða annað sem gaman er að varðveita. Farið var í heimsókn í Safnahúsið þar sem meðal annars var kynnt hvernig bréf, myndir, dagbækur og önnur gögn eru varðveitt.

Í lok námskeiðs stóð þátttakendum svo til boða að fá kennslu á tölvur þar sem farið var í helstu aðgerðir sem hægt er að nota til að setja texta upp á fallegan hátt.

Námskeið þetta var liður í norrænu verkefni sem Fræðslumiðstöðin er þátttakandi í og fjallar um símenntun fyrir eldri borgara. Það var ekki annað að heyra á þátttakendum en þeir væru mjög ánægðir með námskeiðið og er Fræðslumiðstöðin að skoða möguleika á að endurtaka það og þá jafnvel á öðrum stöðum á Vestfjörðum.
Deila