Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeið í skyndihjálp fyrir fólk í ferðaþjónustu

Fræðslumiðstöð Vestfjarða fékk styrk frá Starfsmenntaráði til að halda 3 námskeið fyrir fólk í ferðþjónustu. Námskeið um þjónustugæði og kvartanir var haldið fyrir stuttu og nú er miðstöðin að kanna hvort unnt sé að halda námskeið í skyndihjálp. Ferðaþjónusta er reyndar skilgreind vítt í þessu samhengi þannig að námskeiðið á við alla sem veita fólki þjónustu, hvort sem það eru ferðamenn eða aðrir. Fjöldi námskeiða og staðsetning fer eftir undirtektum.

Námskeiðið er haldið af Rauða krossi Íslands og kallast skyndihjálp 1. Námskeiðið tekur 4 klukkustundir.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum.

Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu og færni þátttakenda í að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp og að auka færni í að meta almenn einkenni algengra sjúkdóma og áverka.

Þátttakendur fá skírteini frá Rauða krossinum fyrir þátttöku.

Áhugasömum er bent á að skrá sig á vefsíður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, frmst.is
Deila