Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeið í stefnumótun

Námskeið í stefnumótun verður haldið fimmtudaginn 23. október nk. kl. 10:00-16:30. Á námskeiðinu verður huga að því hvað stefnumótun er og hvaða gagn er hægt að hafa af slíkri vinnu. Kynnt verður hagnýt aðferð við mótun stefnu sem hefur sýnt sig að gagnast vel í skipulagsheildum af öllum stærðum og gerðum. Meginmarkmið námskeiðsins er að þátttakendur fari heim með tól sem þeir geta þegar tekið að nýta, hvort sem er í vinnunni eða félagsstarfi. Námskeiðið ætti að höfða til allra þeirra sem taka þátt í stjórnun fyrirtækja og stofnana en ekki síður félagasamtaka. Kennari er Haraldur Tryggvi Flosason framkvæmdastjóri Viðskiptablaðsins.


Deila