Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeið um próf og prófkvíða

Desember er tími prófa hjá flestum þeim sem eru í námi. Mörgum reynist erfitt að taka próf, ekki af því að námsefnið stendur í þeim heldur vegna prófkvíða. Mánudaginn 16. nóvember kl. 19:00 - 21:50 stendur Fræðslumiðstöðin fyrir námskeiði um próf og prófkvíða.

Á námskeiðinu verður leitast við að greina helstu orsakaþætti prófkvíða og leiðir til að ráðast gegn honum. Fjallað verður um mismunandi gerðir prófa s.s. ritgerða/ krossapróf og hvað þarf sérstaklega að hafa í huga við hverja prófgerð. Skoðaðar verða mismunandi aðferðir við prófundirbúning s.s. lestraraðferðir tímaskipulagningu og sjálfsmat m.a. með vinnu við kortlagningu hvers og eins í gegnum svokallaðan námshring.

Leiðbeinandi er Björn Hafberg náms- og starfsráðgjafi. Námskeiðið verður haldið í húsakynninum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12, Ísafirði. Þátttökugjald eru 2.000 kr.
Deila